Ferðabannið hefur óveruleg áhrif á Icelandair

Ferðabann ESB og þáttaka Íslands í því hefur óveruleg áhrif …
Ferðabann ESB og þáttaka Íslands í því hefur óveruleg áhrif á rekstur Icelandair. Mynd/mbl.is

„Þetta hefur óveruleg áhrif í ljósi þeirrar stöðu sem þegar var komin upp með þau víðtæku ferðabönn sem þegar hafa tekið gildi,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is.

Ásdís var spurð að því hvaða áhrif ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að taka þátt í ferðabanni ESB hefði á rekstur flugfélagsins. Ekki náðist í Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, við vinnslu fréttarinnar.

Ákvörðunin var tekin á ríkisstjórnarfundi í morgun og tilkynnt Evrópusambandinu í kjölfarið. Ferðabanninu er ætlað að draga úr útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í Evrópu og gildir í 30 daga eftir að það tók gildi 17. mars.

Bannið mun ekki hafa bein áhrif á vöruflutninga heldur nær það einungis til ferðamanna sem koma frá löndum utan Schengen-svæðisins. Áfram verður heimilt að ferðast milli Schengen-ríkja sem ekki hafa lokað innri landamærum sínum. Bretar eru ennþá skilgreindir sem ríkisborgarar ESB og því áfram hægt að fljúga til og frá Bretlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK