Heimilar lækkun á tryggingafé ferðaþjónustuaðila

Með reglugerðinni er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra að koma …
Með reglugerðinni er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra að koma til móts við ferðaþjónustuna í landinu. mbl.is/Eggert

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hefur gefið út reglugerð sem heimilar Ferðamálastofu að taka tillit til aðstæðna tryggingaskyldra aðila vegna kórónuveirufaraldursins og áhrifa hans á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki við útreikning tryggingafjárhæðar.

Kemur þetta fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Reglugerðin, sem þegar hefur tekið gildi, gerir ráð fyrir fyrir því að áætlun tryggingaskyldra aðila fyrir árið 2020 verði lögð til grundvallar við útreikning í stað ársins 2019 eins og gildandi reglur gera ráð fyrir.

Mikilvægt skref á viðkvæmum tíma

„Þetta er mikilvægt skref sem styður við ferðaþjónustuna á viðkvæmum tíma. Með breytingunni verður til svigrúm fyrir ferðaþjónustuaðila til að bregðast við fjárhagslegum áföllum í þessari óvissu sem nú er til staðar,“ segir ferðamálaráðherra í tilkynningunni.

Skilyrði þess að Ferðamálastofa geti fallist á lækkun tryggingafjárhæðar er að samdráttur hafi orðið í tryggingaskyldri veltu á milli ára, að tryggingaskyldur aðili sé ekki í vanskilum með opinber gjöld eða að öðru leyti sé ekki ástæða til að ætla að trygging muni ekki nægja komi til rekstrarstöðvunar eða gjaldþrots.

Umsóknir ásamt fylgigögnum skulu berast Ferðamálastofu fyrir 1. apríl nk.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK