Icelandair hækkar skarpt í Kauphöll

Icelandair hefur hækkað mikið í takmörkuðum viðskiptum þennan morguninn.
Icelandair hefur hækkað mikið í takmörkuðum viðskiptum þennan morguninn.

Hlutabréf Icelandair Group hafa hækkað um ríflega 12% í Kauphöll Íslands nú í morgun. Viðskipti með bréfin eru hins vegar mjög takmörkuð eða rétt ríflega 1 milljón króna. Hefur gengi félagsins í Kauphöll hækkað síðustu daga en í gær nam dagslokahækkun bréfa þess nærri 11%. Stendur það nú í 4,1 og markaðsvirði félagsins er því 22,3 milljarðar króna.

Flest önnur félög í Kauphöll hafa einnig hækkað það sem af er degi, m.a. Arion banki sem er upp um 4,3%, Marel sem er upp um 4,1% og Origo sem hækkað hefur um tæp 4%.

Þá hafa öll tryggingafélögin hækkað í verði. Sjóvá um 3,8%, TM um 5,4% og VÍS um 2,4%.

Fjarskiptafélögin Sýn og Síminn hafa einnig tekið við sér og hafa hækkað um 2,8%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK