Vél Icelandair flaug með 262 Þjóðverja heim

Breiðþotan sem notuð var til flugsins er ein fjögurra slíkra …
Breiðþotan sem notuð var til flugsins er ein fjögurra slíkra í flota Icelandair. Þær eru engin smásmíði og taka ríflega 260 farþega auk áhafnar. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðþota af gerðinni Boeing 767-300 ER úr flota Icelandair Group flaug í gær með 262 farþega frá Mexíkó til Frankfurt í Þýskalandi. Millilenti vélin hér á landi þar sem áhafnaskipti áttu sér stað.

Vélin var í verkefni á vegum Loftleiða, dótturfélags Icelandair Group, en fyrirtækið var fengið til þess að ferja farþegana sem voru viðskiptavinir þýskrar ferðaskrifstofu frá Mið-Ameríkuríkinu til síns heima eftir að farþegarnir urðu strandaglópar á skemmtiferðaskipi úti fyrir ströndum Mexíkó.

Brá ferðaskrifstofan á það ráð að fá leiguvél til landsins til þess að koma fólkinu til síns heima í kjölfar þess að öll ferðalög, m.a. með skemmtiferðaskipum, lögðust af vegna útbreiðslu hinnar skæðu kórónuveiru. Vélin lagði af stað frá Íslandi á fimmtudag en tók á loft frá Mexíkó kl. 14 að íslenskum tíma í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK