Icelandair lækkar um 24% í fyrstu viðskiptum

Icelandair lækkaði mikið í fyrstu viðskiptum dagsins.
Icelandair lækkaði mikið í fyrstu viðskiptum dagsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlutabréf í Icelandair lækkuðu um 24% í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Standa bréf félagsins nú í 3 krónum á hlut, líkt og þau gerðu á mánudaginn fyrir viku. Höfðu bréfin hækkað nokkuð þegar leið á vikuna, en með lækkuninni núna fór sú hækkun til baka.

Tilkynnt var í morgun um uppsögn 240 starfsmanna og að 92% starfsmanna fyrirtækisins færu í hlutastarf. Kom fram í tilkynningu frá félaginu að aðeins væri flogið 14% af flugáætlun og búist væri við frekari fækkun fluga.

Viðskipti með bréf félagsins eru þó enn frekar lítil, eða aðeins um 19 milljónir. 

Önnur félög hafa einnig lækkað í upphafi viðskipta í dag, en Eimskip lækkuðu um 5,7% í 39 milljóna viðskiptum, Reitir um 5,4% í 31 milljóna viðskiptum, Marel um 4,5% í 130 milljón króna viðskiptum og Brim um 3,4% í 31 milljóna viðskiptum.

Efnisorð: Icelandair
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK