Te & Kaffi lokar öllum kaffihúsum sínum

Öllum kaffihúsum Te & Kaffi verður lokað á morgun tímabundið.
Öllum kaffihúsum Te & Kaffi verður lokað á morgun tímabundið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kaffihúsakeðjan Te & Kaffi hefur ákveðið að loka öllum kaffihúsum sínum frá og með morgundeginum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Við höfum tekið þá erfiðu ákvörðun að loka öllum okkar kaffihúsum tímabundið vegna útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu okkar. Frá og með þriðjudeginum 24. mars verða öll okkar kaffihús lokuð og þangað til við teljum óhætt að opna þau aftur. Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka en er fyrst og fremst tekin með velferð okkar starfsfólks og viðskiptavina að leiðarljósi.

Heimildir mbl.is herma að ekki sé stefnt að opnun kaffihúsanna fyrr en um miðjan apríl næstkomandi. Sú ákvörðun kunni þó að taka breytingum eftir því sem mál þróast áfram.

Te & Kaffi ítrekar hins vegar að fyrirtækið muni halda kaffibrennslu sinni gangandi áfram og að það muni tryggja að vörur frá þeim verði áfram fáanlegar í matvöruverslunum.

Í tilkynningunni sem er send út fyrir hönd starfsmanna fyrirtækisins er ítrekað að um tímabundið ástand sé að ræða og að þau hlakki til að hitta viðskiptavini sína að nýju.

„Hugsið um ykkar nánustu ástvini, fylgið fyrirmælum yfirvalda og farið vel með ykkur,“ segir þar ennfremur. 

Te & Kaffi heldur úti níu kaffihúsum, í Aðalstræti, Borgartúni, Hamraborg, á Hlemmi, í Kringlunni, á Laugavegi, Lækjartorgi, í Smáralind og á Suðurlandsbraut.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK