Hvetur til samstöðu með versluninni

Íris Huld með börnunum sínum þremur og eiginmanni, Hjalta Brynjarssyni.
Íris Huld með börnunum sínum þremur og eiginmanni, Hjalta Brynjarssyni.

Íris Huld Christersdóttir, stjórnmálafræðingur og þriggja barna móðir í Hafnarfirði, hefur kallað eftir því að fólk standi með versluninni í landinu sem nú horfir upp á gríðarlegan tekjusamdrátt. Bendir hún á að þótt fólk sé hvatt til að halda kyrru fyrir, þá megi finna leiðir til þess að styðja við verslun og viðskipti og að það geti einnig orðið til þess að rjúfa að einhverju marki einangrun þess fólks sem forðast það að vera í samneyti við annað fólk á þessum tíma.

Kallar hún framtakið gleði- og góðverk og merkir það með myllumerkinu #gefumgjöf.

Tók hún sig til fyrir sína hönd og barna sinna og keypti gegnum síma hjá Dalakofanum að Linnetsstíg í Hafnarfirði. Var gjöfin í kjölfarið send til „ömmu langömmu“ en það viðurnefni ber Erla Þórðardóttir, langömmu barna sinna í föðurlegg.

„Hún er eins og svo margt eldra fólk mjög einangruð núna og veitir ekki af smá gleði. Ég skoa á ykkur öll að gefa gjöf og versla af innlendum aðilum, setja það á samfélagsmiðla með nafni búðarinnar og hverjum þið gáfuð.“

Samdráttur í verslun á flestum sviðum og nú vill Íris …
Samdráttur í verslun á flestum sviðum og nú vill Íris Huld að þjóðin taki höndum saman og standi með íslenskri verslun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvetur Íris fólk til þess að skora á vini og ættingja í þessu efni og skoraði hún sjálf á sex vinkonur sínar í þessu efni. Meðal þeirra var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra, og nú verður fróðlegt að sjá hvort hún láti slag standa.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK