Íslandsbanki lokar öllum útibúum

Biðröð myndaðist við Íslandsbanka á Suðurlandsbraut vegna samkomubanns þar sem …
Biðröð myndaðist við Íslandsbanka á Suðurlandsbraut vegna samkomubanns þar sem takmarka þarf fjölda fólks sem má vera inni í bankanum. Bankinn mun loka öllum útbúum sínum frá og með morgundeginum en bendir á stafrænar lausnir Íslandsbanka. mbl.is/Hallur Már

Útibúum Íslandsbanka hefur verið lokað vegna þeirra tímabundnu erfiðleika sem steðja að vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Útibúin verða lokuð frá og með morgundeginum,  miðvikudeginum 25. mars, nema í brýnni nauðsyn og eru viðskiptavinir beðnir um að nýta sér stafrænar lausnir fyrir alla helstu bankaþjónustu.

Viðskiptavinir geta bókað tíma í símaráðgjöf á vef Íslandsbanka þegar þeim hentar. Einnig er hægt að nýta sér netspjall bankans eða hafa samband í 440-4000. Forsvarsmönnum fyrirtækja er bent á að hafa beint samband við sína tengiliði innan bankans.

Ráðgjafaver bankans verður opið lengur dagana 30. mars til 3. apríl eða frá kl. 9 til 18, að því er segir í tilkynningu.  

Forsvarsmenn Íslandsbanka vonast til að geta opnað útibúin fljótt en vilja með þessu vernda bæði starfsfólk og viðskiptavini í þessu sameiginlega verkefni sem þjóðin stendur frammi fyrir. 

Hér má finna upplýsingasíðu Íslandsbanka um bankaviðskipti á tímum Covid-19.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK