Nýti netið í stað heimsókna í verslanir

BYKO.
BYKO. mbl.is/Arnar Þór

Í ljósi þeirra aðstæðna sem skapast hafa vegna COVID-19 hefur BYKO ákveðið að beina þeim tilmælum til almennra viðskiptavina sinna að þeir nýti sér á næstunni netspjall, netverslun og heimsendingarþjónustu fyrirtækisins í stað heimsókna í verslanir þess.

Á sama tíma verður kappkostað að þjónusta fagmenn í byggingariðnaðinum með óbreyttu sniði. Samhliða þessari umtalsverðu fækkun viðskiptavina á afgreiðslustöðum mun BYKO halda uppi vönduðum umgengnisreglum í verslunum sínum til þess að búa iðnaðarmönnum sem bestar smitvarnir.

Fram kemur í tilkynningu að samfélagsleg ábyrgð BYKO við þessar aðstæður sé tvíþætt:

„Í fyrsta lagi að fara í einu og öllu að tilmælum stjórnvalda, almannavarna og heilbrigðisstarfsfólks um að forðast fjölmenni og tryggja umbeðna fjarlægð á milli fólks. Í öðru lagi hefur BYKO ríkar skyldur gagnvart byggingariðnaði í landinu. Þau tannhjól atvinnulífsins eru líkleg til þess að geta snúist áfram ef ekki verður skortur á aðföngum. Í þeim efnum eru skyldur BYKO miklar og ekkert bendir til annars en að þær verði hægt að rækja hnökralítið,“ segir þar.

Til hagræðingar styttir BYKO afgreiðslutímann frá og með morgundeginum og hefur verslanir sínar opnar, einkum fyrir fagfólk, frá kl. 08:00 – 16:00 á virkum dögum og kl.10:00 - 14:00 á laugardögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK