Iceland blandar sér í samkeppni meðal netverslana

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni, að all­ir starfs­menn Ice­land hafi fengið …
Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni, að all­ir starfs­menn Ice­land hafi fengið sér­staka þjálf­un í að halda versl­un­inni eins hreinni og mögu­legt er og all­ir snertiflet­ir séu sótt­hreinsaðir oft á dag. Skjáskot

Matvöruverslunarkeðjan Iceland hefur opnað netverslun til þess að mæta þörfum viðskiptavina sinna. Verslanir Iceland munu bjóða upp á þrjár mismunandi körfur sem viðskiptavinum Iceland gefst kostur á að fá sendar heim til sín eða sækja í verslanir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þar segir jafnframt, að körfunar séu hannaðar eftir ráðleggingum landlæknis og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og innihaldi helstu nauðsynjavörur til heimilisins, allt frá klósettpappír til ávaxta og grænmetis.

„Um er að ræða þrjár stærðir af körfum sem kosta á frá 5.899 og upp að 15.999 krónum. Ef viðskiptavinir óska eftir heimsendingu bætast þúsund krónur við. Einnig geta viðskiptavinir sótt körfurnar í verslanir Iceland sér að kostnaðarlausu,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK