Mun beita sér af krafti fyrir björgun Icelandair

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að beita sér …
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að beita sér fyrir björgun Icelandair þegar flugfélagið hefur tryggt framtíð félagsmanna VR. Mynd/mbl.is

„Ég hef gagnrýnt stjórnendur Icelandair harðlega fyrir framgöngu sína gagnvart starfsfólki félagsins en mun beita mér af krafti fyrir björgun þess þegar stjórnendur hafa tryggt framtíð félagsmanna okkar án þess að gengið verði á réttindi þeirra og launakjör.“

Þetta segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í Facebook-færslu. Hann gerir umræðu um að flugfélögin Play og Bláfugl (e. Bluebird Nordic) geti mögulega fyllt í skarðið, fari svo að Icelandair verði gjaldþrota, að umræðuefni og spyr hvort að það sé virkilega leiðin sem við viljum fara.

„Fá hér flugfélög í skattaskjólsbraski sem veigra sér ekki við að úthýsa störfum til Indlands eða Filippseyja eða hverra landa sem réttindi og laun eru lægst fyrir mestu vinnuna? Setja svo restina á gerfiverktöku í gegnum starfsmannaleigur?“ spyr Ragnar.

„Þó ekki sé út frá flugöryggis sjónarmiðum hlýtur metnaður okkar að vera meiri en þetta,“ bætir hann við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK