Fjölmiðlaveldi selt á einn dal

Nýsjálenskir fjölmiðlar eiga í rekstrarerfiðleikum meðal annars vegna alþjóðlegrar samkeppni …
Nýsjálenskir fjölmiðlar eiga í rekstrarerfiðleikum meðal annars vegna alþjóðlegrar samkeppni frá Facebook og Google. AFP

Nýsjálenska fjölmiðlafyrirtækið Stuff Limited hefur verið selt á einn nýsjálenskan dal, sem svarar til 87 króna, til stjórnenda fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrrverandi eigendum Stuff Limited, ástralska fjölmiðla- og afþreyingarfyrirtækinu Nine Entertainment.

Í tilkynningu frá Nine kemur fram að forstjóri Stuff, Sinead Boucher, taki við fyrirtækinu sem rekur vinsælasta fréttavef Nýja-Sjálands, stuff.co.nz auk dagblaðanna Dominion Post og Christchurch Press. Gert er ráð fyrir að sölunni verði lokið fyrir 31. maí samkvæmt tilkynningu Nine til kauphallarinnar í Ástralíu. 

Boucher, sem hóf störf hjá Christchurch Press sem blaðamaður árið 1993, segir að þetta marki nýtt upphaf hjá Stuff. Eignarhaldið sé nú innlent og ýmis tækifæri til að auka traust Nýsjálendinga á fjölmiðlafyrirtækinu. Nýsjálendingar sem leita til miðla félagsins á hverjum degi í leit að innlendum sem erlendum fréttum auk afþreyingar. 

Verðmiðinn þykir endurspegla stöðu fjölmiðla á Nýja-Sjálandi en kórónuveirufaraldurinn hefur gert stöðu þeirra enn erfiðari en áður og var hún erfið fyrir vegna samkeppni við alþjóðleg risafyrirtæki eins og Facebook og Google.

Áður hafði helsti keppinautur Stuff, NZME, gert tilboð upp á sömu fjárhæð í miðla fyrirtækisins en tilboðinu var hafnað.

Starfsfólk Stuff og NZME hafa þurft að taka á sig launalækkanir og eins hefur NZME sagt upp 200 starfsmönnum. 

Þýska tímaritaútgáfan Bauer Media Group hætti útgáfu á tímaritum á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði og misstu 237 vinnuna vegna þess. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK