OR tapaði 2,6 milljörðum

Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Tap Orkuveitu Reykjavíkur á fyrsta ársfjórðungi 2020 nam 2.647 milljónum króna eftir skatta en á sama tímabili í fyrra var hagnaður upp á 3.869 milljónir. Rekstarhagnaður tímabilsins nam 5,5 milljörðum króna.

Fram kemur í tilkynningu að vegna „óhagfelldra áhrifa ytri áhrifaþátta hafi heildarniðurstaða rekstursins verið neikvæð um 2,6 milljarða króna.“ Þarna munar mest um að fjármunagjöld sem á fyrsta fjórðungi í fyrra námu 421 milljón króna námu í ár 11.578 milljónum króna. Þyngst vega í þessu gangvirðisbreytingar innbyggðra afleiða í raforkusölusamningum, sem á fyrsta fjórðungi í fyrra voru jákvæðar um 1,5 milljarða króna en voru neikvæðar um 7,8 milljarða króna í ár. Þá var gengismunur neikvæður um 360 milljónir í fyrra en um 2,8 milljarða í ár. 

Þetta á stærstan þátt í því að 4,7 milljarða króna hagnaður fyrir skatta á fyrsta fjórðungi í fyrra snerist yfir í 6,1 milljarðs tap fyrir skatta á fyrsta fjórðungi í ár. Jákvæður tekjuskattur í ár dró hins vegar úr áhrifunum á afkomuna eftir skatta, því að tekjuskattur var færður til gjalda upp á 808 milljónir á fyrsta fjórðungi í fyrra en til tekna upp á 3,5 milljarða króna í ár. 

„Orkuveita Reykjavíkur er vel í stakk búin til að takast á við þessa óhagfelldu áhrifaþætti, lausafjárstaða er traust en í lok fyrsta ársfjórðungs var lausafjárstaða fyrirtækisins rúmir 23 milljarðar króna,“ segir í tilkynningunni.

Fjárfestingar voru með mesta móti á fyrstu þremur mánuðum ársins, að því er segir í tilkynningu, og námu þær 3,8 milljörðum króna. Helstu fjárfestingar tengjast uppbyggingu og viðhaldi veitukerfa – vatnsveitu, fráveitu, hitaveitu og rafveitu, fjárfestingu í nýjum borholum á Hengilssvæðinu ásamt tengingum heimila í Árborg og Reykjanesbæ við ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur.

Árshlutareikningur OR

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK