Frumvarpið hafi ekki stuðning meirihluta

Þórdís tjáir sig um frumvarpið á Facebook.
Þórdís tjáir sig um frumvarpið á Facebook.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist ekki gera ráð fyrir að frumvarp sitt sem varðar endurgreiðslur ferðaskrifstofa verði afgreitt á þingi.

Frá þessu greinir Þórdís á Facebook, en mbl.is hefur árangurslaust reynt að ná tali af ráðherranum í dag. Tæki frumvarpið gildi væri ferðaskrif­stof­um og flug­fé­lög­um heim­ilað að end­ur­greiða fólki með inn­eign­arnótu í stað pen­inga fyr­ir pakka­ferðir sem féllu niður vegna faraldurs kór­ónu­veirunn­ar.

„Mér sýnist nú ljóst að frumvarpið sem ég lagði fram hafi ekki meirihlutastuðning á Alþingi,“ skrifar Þórdís.

Vísbendingar séu um að verið sé að hverfa frá þessari leið í nágrannalöndunum, og bendir vísar Þórdís til þess að danska ríkisstjórnin sé hætt við að leyfa ferðaskrifstofum að endurgreiða með inneignarnótum.

„Hugsanlega er þar að baki pólitísk ákvörðun innan ESB um að hvika hvergi frá sameiginlegu reglunum og sá möguleiki er auðvitað alltaf til staðar að gripið verði til aðgerða gegn löndum sem víkja frá þeim,“ skrifar ráðherrann.

Breyttar aðstæður

Aðstæður hafi þá breyst frá því að frumvarpið var samið og lagt fram.

„Þá var allt eins útlit fyrir að engin eða nær engin ferðalög yrðu á milli landa fyrr en í haust eða vetur. Nú sjáum við að lönd eru að opna landamæri sín nú þegar eða eftir nokkra daga, miklu fyrr en talið var líklegt fyrir fáeinum vikum.

Það þýðir væntanlega að ferðaskrifstofur standa frammi fyrir færri afbókunum en ella og geta líka selt nýjar ferðir fyrr en ella. Þrátt fyrir það er mér vel ljóst að sum þeirra standa frammi fyrir mjög alvarlegri stöðu, þó að staða þeirra sé ólík eins og áður segir,“ skrifar hún.

„Ég hef staðið með frumvarpinu eins og það var lagt fram en það hefur ekki stuðning. Ég geri því ekki ráð fyrir að þingið afgreiði það. Til lengri tíma er verkefni okkar að kanna hvort breyta megi fyrirkomulagi ferðaskrifstofutrygginga til að minnka líkur á að þessi staða komi upp aftur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK