Eiga rétt á endurgreiðslu ef ekki er óskað eftir inneign

Heildarfjöldi farþega Icelandair í millilandaflugi í maí voru 3 þúsund, …
Heildarfjöldi farþega Icelandair í millilandaflugi í maí voru 3 þúsund, samanborið við um 419 þúsund á sama tíma í fyrra. Um þriðjungur farþegar Icelandair sem áttu bókað flug frá því kórónuveirufaraldurinn fór að hafa áhrif á millilandaflug hafi óskað eftir endurgreiðslu og því gengur ferlið hægt. mbl.is/​Hari

Viðskiptavinir Icelandair, einstaklingar jafnt sem ferðaskrifstofur, eiga rétt á endurgreiðslu ef flug hefur verið fellt niður og ekki óskað eftir inneign í millitíðinni. Þetta kemur fram í svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttir, upplýsingafulltrúa Icelandair, við fyrirspurn mbl.is. 

Tilefnið er mál ferðaskrifstofunnar Tripical, en að sögn annars eiganda ferðaskrifstofunnar er Icelandair í hópi þeirra flugfélaga sem hafa neitað Tripical um endurgreiðslu. 

Í svari Icelandair segir að flugfélagið fjalli ekki um mál einstaka viðskiptavina í fjölmiðlum en að við niðurfellingu á flugi gefst ferðaskrifstofum kostur á að færa ferðir yfir á aðrar dagsetningar, þiggja inneign eða óska eftir endurgreiðslu. „Við endurgreiðum að sjálfsögðu sé þess óskað. Við höfum hins vegar ekki verið að endurgreiða inneignir sem þegar hefur verið óskað eftir miðað við þær reglur sem við vinnum eftir,“ segir í svari Icelandair. 

Reglan er því skýr að mati Icelandair: Óski viðskiptavinir eftir endurgreiðslu þegar flug er fellt niður er það gert. „Við niðurfellingu flugs stendur viðskiptavinum okkar til boða að færa flugið yfir á aðrar dagsetningar án aukakostnaðar, þiggja inneign sem gildir í þrjú ár eða óska eftir endurgreiðslu,“ segir í svarinu. 

3.000 farþegar í maí samanborið við 419 þúsund á sama tíma í fyrra

Ásdís bendir á að Icelandair, líkt og öll flugfélög, standa frammi fyrir sömu áskorun, það er þúsundföldum óskum um endurgreiðslu á sama tíma og starfsmönnum hefur fækkað umtalsvert. Farþegar sem hafa orðið fyrir því að ferðaplön raskist vegna heimsfaraldurs kórónuveiru skipta hundruðum þúsunda. Ásdís segir að um þriðjungur farþegar Icelandair sem áttu bókað flug frá því að kórónuveirufaraldurinn fór að hafa áhrif á millilandaflug hafi óskað eftir endurgreiðslu. „Vegna fjölda mála hefur endurgreiðsluferlið hjá okkur því miður tekið miklu lengri tíma en venjulega.“

Í þessu samhengi bendir hún á að í mánaðarlegum flutningatölum sem Icelandair birti í kauphöllinni á mánudag kemur fram að heildarfjöldi farþega Icelandair í millilandaflugi í maí var 3 þúsund, samanborið við um 419 þúsund á sama tíma í fyrra.

Uppfært klukkan 14:05: 

Eigandi Tripical hafði samband við mbl.is eftir birtingu fréttarinnar og vill ítreka að fyrirtækið hafi frá upphafi farið fram á endurgreiðslu frá Icelandair vegna niðurfelldra fluga en ekki inneign. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK