Fólki fækkar á vinnumarkaði

Kort/Hagstofa Íslands

Að jafnaði störfuðu 190.141 einstaklingur á aldrinum 16–74 ára á íslenskum vinnumarkaði í janúar og febrúar 2020 sem var 1,4% samdráttur í fjölda starfandi miðað við sama tímabil 2019. Til samanburðar hafði fjölgað í þessum sama hópi um 0,7% í janúar og febrúar 2019 frá árinu áður. Af þeim sem voru starfandi í janúar og febrúar 2020 voru 90.374 (47,5%) konur og 99.766 (52,5%) karlar. Þetta er meðal niðurstaðna í uppfærðum tölum um vinnuafl byggt á skráargögnum Hagstofu Íslands.

Flestir á aldrinum 16–74 ára, sem störfuðu á íslenskum vinnumarkaði í janúar og febrúar 2020, voru með íslenskan bakgrunn, eða 154.287 (81,1%), en 35.854 (18,9%) teljast til innflytjenda. Til samanburðar voru 80,1% með íslenskan bakgrunn og 19,9% með erlendan bakgrunn að jafnaði árið 2019.

Árið 2019 var hlutfall einstaklinga með erlendan bakgrunn á vinnumarkaði hæst í Breiðholti, miðborg Reykjavíkur og á Reykjanesi.

Árið 2019 var hlutfall einstaklinga sem störfuðu í einkennandi greinum ferðaþjónustu hæst í miðborg Reykjavíkur og á Suðausturlandi, en lægst á Norðvesturlandi, Vestfjörðum og í Múlasýslunum gömlu.

Skoða má kort í frétt á vef Hagstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK