Hafði ítrekuð afskipti af gjaldeyrismarkaðnum

Seðlabanki Íslands greip ítrekað inn í gjaldeyrismarkaðinn. Fyrst til að …
Seðlabanki Íslands greip ítrekað inn í gjaldeyrismarkaðinn. Fyrst til að verja krónuna falli og síðan til þess að stöðva of öra styrkingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Seðlabanki Íslands greip ítrekað inn í gjaldeyrismarkaðinn frá því að fyrsta kórónuveirusmit greindist á Íslandi, að því er fram kemur í greinargerð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um gjaldeyrismál.

Fram kemur í greinargerðinni að óvissa hafi valdið því að krónan hafi tekið að lækka í febrúar og „samhliða auknum sveiflum á gjaldeyrismarkaði hefur tíðni inngripa Seðlabankans á markaðinn aukist verulega.“

Þá hafi fyrsta inngrip bankans átt sér stað 2. mars sem var fyrsti viðskiptadagur eftir að kórónuveirusmit greindist á Íslandi, keypti bankinn 430 milljónir íslenskra króna fyrir erlendan gjaldeyri. Greip bankinn inn tíu sinnum í mars og apríl og keypti ríflega 17 milljarða íslenskra króna fyrir erlendan gjaldeyri.

Bankinn greip einnig inn þegar gengi krónunnar tók að styrkjast og keypti erlendan gjaldeyri fyrir sex milljarða króna.

Aflandseignir minni

Aflandskrónueignir hafa lækkað um 12 milljarða króna frá september 2019 og námu þær 50 milljarða króna í lok maí þessa árs eða 1,7% af vergri landsframleiðslu, 

Ráðherranum ber samkvæmt lögum að gera Alþingi grein fyrir framgangi áætlunar um losun takmarkana á fjármagnshreyfingum milli landa og gjaldeyrisviðskiptum á sex mánaða fresti þar til slíkum takmörkunum verður endanlega aflétt.

Bent er á að frá október 2019 hefur innflæði nýfjárfestinga erlends fjármagns numið 23 milljörðum króna en á sama tíma útflæðið verið 28 milljarðar króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK