Loksins hægt að sækja um lokunarstyrk

Þeir sem reka staði sem var gert að loka vegna …
Þeir sem reka staði sem var gert að loka vegna heimsfaraldursins geta nú sótt um lokunarstyrki. Ljósmynd/Aðsend

Rekstraraðilum sem gert var að stöðva starfsemi sína vegna heimsfaraldurs kórónuveiru geta nú sótt um lokunarstyrk á vef Skattsins. Styrkirnir eru ætlaðir fyrirtækjum sem þurftu að stöðva starfsemi vegna takmarkanir í samkomum.

Þetta á til dæmis við um hárgreiðslustofur, krár, líkamsræktarstöðvar, nuddstofur, sjúkraþjálfun, skemmtistaði, snyrtistofur, húðflúrstofur, söfn, spilasali, sundlaugar og tannlækna.

Stjórnvöld veita þessum aðilum styrki til að bæta upp hluta tekjufalls og hjálpa þeim að standa undir föstum kostnaði sem fallið hefur til í rekstri þeirra. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Sótt er um á þjónustuvef Skattsins.

Á vef Island.is er að finna upplýsingar um fjárhæðir lokunarstyrkja og skoða skilyrði þeirra og þar er einnig reiknivél þar sem hægt er að áætla upphæðir styrks. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK