Reiknar með miklum pósti á næstu vikum

Nóg verður að gera hjá póstinum á næstunni.
Nóg verður að gera hjá póstinum á næstunni. mbl.is/​Hari

Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir póstsendingar frá útlöndum að aukast á ný. Þær hafi nánast þurrkast upp í kórónuveirufaraldrinum og aðeins komið hingað lítið magn með sjópósti. Með því að alþjóðaflug hefst á ný muni póstmagnið aukast næstu vikur.

Alþingi heimilaði Íslandspósti í fyrra að setja endastöðvagjald á póstsendingar. Það er 400 kr. fyrir sendingar frá Evrópu en 600 kr. komi þær frá löndum sem eru utan Evrópu. Hafði fyrirtækið þá haldið því fram að mikið tap hefði verið af erlendum sendingum, ekki síst frá Kína sem naut þess að vera flokkað sem þróunarland í gjaldskrám Alþjóðapóstsambandsins.

Samdráttur í takt við áætlanir

„Eftir að gjaldið var lagt á fækkaði erlendum sendingum um 15%. Það var í takt við áætlanir. Síðan hefst faraldurinn í Kína um áramótin og þá slokknaði á sendingum frá Kína. Svo veiktist krónan í vor sem hafði líka áhrif. Erlendar sendingar, ekki síst frá Kína, þurrkuðust út úr kerfinu hjá okkur. Við það bætist að Kína lokaðist í faraldrinum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK