Mætti gilda til frambúðar

Björg Ásta Þórðardótt­ir, yf­ir­lög­fræðing­ur Sam­taka iðnaðar­ins.
Björg Ásta Þórðardótt­ir, yf­ir­lög­fræðing­ur Sam­taka iðnaðar­ins. Mynd/mbl.is

Á föstu­dag birti Alþingi nefndarálit alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar um frum­varp dóms­málaráðherra um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu at­vinnu­fyr­ir­tækja. Frum­varpið er hluti af aðgerðapakka stjórn­valda og miðar að því að bjóða fyr­ir­tækj­um í tíma­bundn­um rekstr­ar­vanda upp á til­tölu­lega ein­falda leið til að fá greiðslu­skjól og semja við kröfu­hafa um end­ur­skipu­lagn­ingu rekstr­ar.

Nefndarálitið bend­ir til þess að ýms­ar breyt­ing­ar verði gerðar á upp­haf­legu frum­varpi, í takt við ábend­ing­ar hags­muna­sam­taka og sér­fræðinga úr ýms­um átt­um. Meðal þeirra sem alls­herj­ar­nefnd fékk á sinn fund til að rýna í frum­varpið er Ingi­björg Björns­dótt­ir, lögmaður hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins. Hún seg­ir frum­varpið vera að taka á sig góða mynd og greini­legt að þingið hafi tekið til­lit til þeirra ábend­inga sem bár­ust.

„Það hjálpaði að ráðuneytið fékk hags­munaaðila snemma að borðinu. Feng­um við að koma at­huga­semd­um á fram­færi við und­ir­bún­ing frum­varps­ins og gát­um þar bent á ýmis atriði sem þurfti að lag­færa ef frum­varpið ætti að hjálpa fyr­ir­tækj­um eins og stefnt er að. Er út­lit fyr­ir að frum­varpið muni skapa mjög gott úrræði til að gera fyr­ir­tækj­um mögu­legt að vinna úr rekstr­ar­vanda sem skapaðist vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins og gera það á ör­ugg­an og skil­virk­an hátt.“

Ingi­björg Björns­dótt­ir, lögmaður hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins.
Ingi­björg Björns­dótt­ir, lögmaður hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins. Mynd/mbl.is

Nú­gild­andi úrræði þung í vöf­um

Af áliti alls­herj­ar­nefnd­ar má m.a. skilja að frum­varpið muni ná til ein­yrkja, þ.e. lögaðila með einn eða fleiri launþega, en í upp­haf­legu frum­varpi dóms­málaráðherra var kveðið á um að úrræðið næði aðeins til fyr­ir­tækja með fleiri en einn starfs­mann. Björg Ásta Þórðardótt­ir, yf­ir­lög­fræðing­ur Sam­taka iðnaðar­ins, seg­ir brýnt að ákvæði frum­varps­ins gildi einnig um ein­yrkja enda mynda þeir stór­an hluta af at­vinnu­líf­inu og eru t.d. um 500 ein­yrkj­ar inn­an raða SI. „Ein­yrkj­ar eru ekki síður viðkvæm­ir fyr­ir áföll­um eins og veirufar­aldr­in­um og eiga sjaldn­ast í djúpa sjóði að sækja,“ seg­ir hún.

Björg minn­ir á að sam­hliða frum­varpi um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu at­vinnu­fyr­ir­tækja hafi rík­is­stjórn­in lagt fram frum­varp sem á að sporna gegn mis­notk­un á hluta­fé­laga­form­inu og kenni­töluflakki. „Það frum­varp kveður á um að heim­ilt sé að setja ein­stak­linga í tíma­bundið bann frá þátt­töku í stjórn­un hluta­fé­laga, þ.e. at­vinnu­rekstr­ar­bann, og tak­mark­ar það mögu­leika eig­enda á að velja kenni­töluflakk sem leið úr rekstr­ar­vanda.“

Björg bæt­ir við að þótt frum­varp um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu sé hugsað sem tíma­bundið úrræði gæti það orðið at­vinnu­líf­inu til góðs ef ákvæði frum­varps­ins öðlast var­an­legt gildi. „Þau úrræði sem fyr­ir­tækj­um í vanda hafa staðið til boða hingað til: að fá hefðbundna greiðslu­stöðvun eða fara fram á nauðasamn­inga, geta verið þung í vöf­um og kostnaðar­söm. Nýja frum­varpið býður upp á skil­virk­ari leið en áður hef­ur þekkst hér­lend­is sem gef­ur fyr­ir­tækj­um í fjár­hagserfðileik­um um leið mögu­leika á að halda áfram starf­semi.“

Fjórir möguleikar í boði

Ingi­björg tek­ur í sama streng og seg­ir að með þeim úrræðum sem frum­varpið skap­ar megi vernda bæði hags­muni skuld­ara og kröfu­hafa bet­ur: „Það sam­ræm­ist hags­mun­um hvorra tveggja, og hags­mun­um sam­fé­lags­ins, að vernda þau verðmæti sem hafa mynd­ast í rekstr­in­um en mik­il­vægt er að tryggja jafn­ræði kröfu­hafa við frá­vik frá regl­um gjaldþrota­skipta­laga,“ seg­ir hún. „Nýja frum­varpið þýðir að fyr­ir­tækj­um standa til boða fjór­ir mögu­leik­ar vegna rekstr­ar­vanda af völd­um kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins: þau geta farið í greiðslu­skjól án frek­ari ráðstaf­ana; farið í frjálsa samn­inga við kröfu­hafa meðan á greiðslu­skjóli stend­ur – sem er það sem flest fyr­ir­tæki munu lík­lega nýta sér; þau geta gert ein­faldaðan nauðasamn­ing eða hafið hefðbundn­ar nauðasamn­ingsum­leit­an­ir.“

Að því sögðu þá eru enn nokk­ur atriði í frum­varp­inu sem Alþingi mætti taka til nán­ari skoðunar. Björg bend­ir á að til að fyr­ir­tæki geti fengið skjól sam­kvæmt ákvæðum nýja frum­varps­ins þurfi að hafa orðið meira en 75% tekju­sam­drátt­ur hjá þeim. „En við vit­um af fyr­ir­tækj­um sem eiga í veru­leg­um rekstr­ar­vand­ræðum þótt tekju­sam­drátt­ur­inn hafi orðið minni en 75%. Hér er líka ósam­ræmi við önn­ur úrræði stjórn­valda, eins og hluta­bæt­ur sem sækja má um við 35% tekju­fall og stuðningslán sem má fá við 40% tekju­fall,“ seg­ir Björg og þykir vanta betri rök­stuðning fyr­ir því að miða við 75% tekju­sam­drátt enda virðist tal­an ekki byggð á fag­legu mati á þeim rekstr­ar­vanda sem inn­lend fyr­ir­tæki glíma við í augna­blik­inu.

Í sam­eig­in­legri um­sögn SA, SI, SAF og Litla Íslands er einnig lagt til að fyr­ir­tæki geti lagt beiðni um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu inn með ra­f­ræn­um hætti, og að úrræði frum­varps­ins nái líka til fyr­ir­tækja­sam­stæðna. Í um­sögn­inni er jafn­framt bent á nauðsyn skatta­legr­ar eft­ir­gjaf­ar vegna skulda­af­skrifta sem samið er um á grund­velli þessa úrræðis. Ef kröfu­haf­ar gefa eft­ir hluta af skuld­um myndi það reikn­ast sem tekj­ur í bók­haldi fyr­ir­tæk­is­ins sem um ræðir og auka skatt­byrði þess sem því nem­ur. Það dreg­ur svo úr mögu­leik­um fé­lags­ins til þess að koma sér aft­ur á flot. Eðli­leg­ast væri því, að mati sam­tak­anna, að hagnaður vegna af­skrifta skulda yrði skatt­frjáls.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK