Bjóða upp á „Costco vörur“ á „Costco verði“

Sigurður Karlsson, forstjóri Basko.
Sigurður Karlsson, forstjóri Basko. Ljósmynd/Aðsend

Tvær nýjar matvöruverslanir undir vörumerkinu Extra hafa verið opnaðar í Keflavík og á Akureyri og koma þær í stað Iceland verslana sem voru þar fyrir, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Verslanir Extra eru í eigu Basko ehf. sem á og rekur verslanir 10-11 og Kvikk.

Til stendur að opna fleiri Extra verslanir á næstu misserum og er stefnan sett á að opna þriðju verslunina í ágúst á þessu ári. Sú verður staðsett á Barónstíg 4 í því plássi sem verslun 10-11 var áður.

Sigurður Karlsson, forstjóri Basko, segir það koma sér vel fyrir viðskiptavini að tuttugu vinsælar „Costco vörur“ munu fást í Extra verslununum á „Costco verði“.

„Má þar til dæmis nefna eldhúspappír, klósettrúllur, þvottaefni, gosdrykki og ávaxtasafa.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK