Vefsíða Play í loftið

Frá kynningu flugfélagsins Play í nóvember.
Frá kynningu flugfélagsins Play í nóvember. mbl.is/Hari

Heimasíða flugfélagsins Play er komin í loftið. Flugmiðasala er ekki hafin, en á síðunni kemur fram að hún hefjist innan skamms. Greint var frá því í síðustu viku að stefnt væri á að hefja áætlunarflug félagsins í haust.

Í fyrstu verður flogið til sex áfangastaða, Kaupmannahafnar, London, Parísar, Berlín, Alicante og Tenerife, en ráðgert er að hefja Ameríkuflug þegar flotinn stækkar.

Flugvélar félagsins eru af gerðinni Airbus A320 og A321, líkt og fræðast má um á heimasíðunni, en þær taka milli 140 og 240 farþega í sæti. Segir á síðunni að flotinn muni stækka hratt á næstu árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK