Hvetja til kaupa á áskriftum

Franskt dagblað.
Franskt dagblað. AFP

Franska þingið hefur samþykkt að veita öllum þeim sem gerast áskrifendur dagblaða eða sambærilegra tímarita skattaafslátt. Er þetta gert til að koma til móts við fyrirtæki í umræddum rekstri, en líkt og víðast hvar í heiminum hafa fjölmiðlar í Frakklandi orðið illa úti í kjölfar áhrifa og útbreiðslu kórónuveiru. 

Stendur frönskum ríkisborgurum því til boða að fá skattainneign sem nemur um 50 evrum gegn því að  kaupa áskrift í tólf mánuði hið minnsta. Verður viðkomandi fjölmiðill að vera í formi dagblaðs, tímarits eða vefrits ásamt því að fjalla um helstu málefni líðandi stundar. 

Fréttamiðlar um allan heim hafa orðið fyrir miklu höggi vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Auglýsingatekjur eru nú orðnar að nær engu, en á sama tíma helst fastur kostnaður á borð við laun og leigu óbreyttur. Af þessum sökum hefur fjöldi fjölmiðla þurft að segja upp starfsfólki. 

Víða er nú verið að leita leiða til að styðja við fjölmiðla. Í Kanada hefur meðal annars komið til greina að notast við skattaívilnanir á meðan annars staðar hafa styrkir komið til greina. Hér á landi hefur hins vegar lítil hreyfing verið í málaflokknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK