Valdís nýr forstöðumaður Blábankans

Stjórn Blábankans hefur ráðið Valdísi Evu Hjaltadóttur sem næsta forstöðumann …
Stjórn Blábankans hefur ráðið Valdísi Evu Hjaltadóttur sem næsta forstöðumann Blábankans, samfélagsmiðstöðvar á Þingeyri. Ljósmynd/Aðsend

Valdís Eva Hjaltadóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Blábankans, samfélagsmiðstöðvar á Þingeyri.

Valdís Eva hefur fjölbreytta starfsreynslu og hefur meðal annars stofnað fyrirtækið Vegdísi, sem hannar smáhýsi á hjólum og Saumakonuna Valdísi, sem annast saumaþjónustu, að því er segir í tilkynningu frá stjórn Blábankans. 

Valdís hefur starfað sem framleiðslustjóri hjá Icewear, við liðsveislu hjá Kópavogsbæ, sem ráðningarstjóri hjá Símstöðinni og umsjónarmaður framleiðslu hjá Clear Channel í Danmörku. Valdís hefur BSc gráðu í framleiðslustjórnun frá Copenhagen Business School og hönnunartækni frá TEKO og BEC Design í Danmörku.

„Við erum spennt að vinna með Valdísi Evu við að fylgja eftir því góða starfi sem unnið hefur verið síðust þrjú ár við uppbyggingu Blábankans. Hún hefur hugmyndaauðgi og kraft til að hvetja til samfélagslegrar nýsköpunar í þessu fjölskylduvæna og fallega sjávarþorpi á miðjum Vestfjörðum,“ er haft eftir Katli Berg Magnússyni, stjórnarformanni Blábankans, í tilkynningu. 

Blábankinn, samfélagsmiðstöðin á Þingeyri, er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 2017 þegar Landsbankinn hætti starfsemi á Þingeyri og bauð húsnæðið til starfseminnar. Í Blábankanum er vinnurými fyrir frumkvöðla, samfélagsmiðstöð fyrir íbúa Þingeyrar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK