Ragnar Þór dragi ásakanir til baka

Halldór Benjamín Þorbergsson og Davíð Þorláksson.
Halldór Benjamín Þorbergsson og Davíð Þorláksson. Ljósmynd/Samsett

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Davíð Þorláksson, forstöðumaður hjá samtökunum, segja ásakanir Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á hendur sér ósannar. Þetta segir í grein þeirra, sem birt er á heimasíðu SA.

Beina þeir því til Ragnars Þórs að hann dragi fullyrðingar sínar til baka og biðji hlutaðeigandi afsökunar, ella sé „óhjákvæmilegt að þau sem hafa orðið fyrir órökstuddum dylgjum hans íhugi réttarstöðu sína“.

Í viðtali í Fréttablaðinu segir Ragnar að margt bendi til þess að Halldór og Davíð hefðu beitt sér fyrir því að lífeyrissjóðir endurfjármögnuðu félagið Lindarvatn ehf., árið 2016 sem byggir nú hótel á Landssímareitnum við Austurvöll en í störfuðu báðir hjá Icelandair Group árið 2015 þegar Icelandair keypti 50% hlut í Lindarvatni ehf. og var Björgólfur Jóhannsson þá forstjóri Icelandair og formaður SA.

Tortryggir Ragnar sérstaklega að helmingshlutur Icelandair hafi verið keyptur á 1.870 milljónir króna, en átta mánuðum áður hafði félagið Dalsnes ehf. keypt félagið á 930 milljónir, sem jafngildir því að helmingshlutur kosti 465 milljónir. Þýðir það að kaupverð félagsins fjórfaldaðist á átta mánuðum.

Margur hyggur mig sig

Í grein Halldórs og Davíðs segja þeir að engum, hvorki hjá SA né Icelandair, myndi detta í hug að beita lífeyrissjóði þrýstingi þegar kemur að fjárfestingarákvörðunum þeirra. Það væri enda bæði ólöglegt og ósiðlegt. „Þessi mörk eru skýr og óbrjótanleg í huga flestra og í landslögum

Þá segir í greininni að kaup í Lindavatni árið 2015 hafi ekki verið fjármögnuð af lífeyrissjóðum heldur að fullu af félaginu sjálfu.

Segja þeir þó að í ljósi ítrekaðs þrýstings sem Ragnar hefur beitt stjórnarmenn tilnefnda af VR í Lífeyrissjóði verzlunarmanna varðandi einstakar fjárfestingar komi óneitanlega upp í hugann máltækið margur hyggur mig sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK