Ávöxtun af húsaleigu óbreytt

Ávöxtun er hærri utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess.
Ávöxtun er hærri utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess. mbl.is

Ávöxtun af útleigu íbúðahúsæðis 6,88% og hækkar um 0,06 prósentustig frá því í fyrra, að því er fram kemur í hagsjá Landsbankans.

Stöðugleiki virðist vera að nást þar sem ávöxtun hefur haldist nær óbreytt á síðastliðnum þremur árum eftir mikla hækkun á árunum 2011 og lækkun á árunum 2015 til 2018 en nú mælist ávöxtun tæp 7% þriðja árið í röð.

Meðalávöxtun fyrirtækja sem leigja út íbúðarhúsnæði mælist 7,2% og eykst um 0,2 prósentustig frá því í fyrra en meðalávöxtun einstaklinga sem leigja út íbúðahúsnæði mælist 6,7% og er óbreytt frá því í fyrra. 

Hærri ávöxtun utan höfuðborgarsvæðisins

Mælist ávöxtun hærri utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess, bæði meðal fyrirtækja og einstaklinga. Ávöxtun einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu mældist 6,3% og 6,5 utan þess en ávöxtun fyrirtækja mælist 7,8% á höfuðborgarsvæðinu og 8,0 utan þess. 

Samanlagt mælist ávöxtunin 6,4% á höfuðborgarsvæðinu en 7,9% utan þess en lægra fasteignaverð utan höfuðborgarsvæðisins kann að skýra hærri ávöxtun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK