Hefur trú á örum vexti eftir veiruna

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, dregur enga dul á aðsteðjandi vanda í efnahagslífinu, en segist hafa óbilandi trú á framtíðinni og getu íslensks efnahagslífs til þess að rétta skjótt úr kútnum eftir áföll. Þetta er meðal þess sem fram kemur í opnuviðtali í ViðskiptaMogganum í dag.

„Ég hef ótrúlega sterka tilfinningu fyrir því að okkar bíði kraftmikið vaxtarskeið þegar þessir erfiðleikar eru að baki, vaxtarskeið sem ekkert þjóðhagsmódel getur tekið inn sem breytu. Ég held að ef við komumst í gegnum þennan faraldur á næsta ári, þá sé ég fyrir mér miklu meiri vöxt en nokkrar spár gera ráð fyrir.“

Hann segir ráðstafanir ríkisstjórnarinnar og breytta ríkisfjármálastefnu miðast við að hér séu um tímabundið ástand að ræða, en sagan sýni að Íslendingar séu fljótir að vinna sig úr vandanum um leið og færi gefst.

„Ég er sérstaklega að horfa til ferðaþjónustunnar þegar ég segi þetta. Gjaldmiðillinn hefur aðlagað sig nú þegar, en innviðirnir, reynslan og þekkingin er öll til staðar enn,“ segir Bjarni. og bætir við að ýmsar ytri aðstæður leggist þar með. Þegar heimsfaraldurinn sé genginn yfir geti það vel gerst að efnahagslífið fái mikla og skjóta endurreisn með mikilli fjölgun ferðamanna á tiltölulega skömmum tíma.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK