Bæði ísfirsku bakaríin föl

Árni Aðalbjörnsson fyrir utan Gamla bakaríið við torgið í hjarta …
Árni Aðalbjörnsson fyrir utan Gamla bakaríið við torgið í hjarta Ísafjarðar. Ljósmynd/Samtök iðnaðarins

Bæði bakaríin sem starfrækt eru á Ísafirði eru nú til sölu. Annars vegar er um að ræða Gamla bakaríið, sem á sér um 150 ára sögu, og hins vegar Bakarann, sem er 27 ára.

Árni Aðalbjarnarson, bakarameistari í Gamla bakaríinu, segir að fyrirtækið hafi verið í eigu sömu fjölskyldu frá árinu 1920, en bakaríið var upphaflega stofnað árið 1871. „Árið 1884 kom nýtt bakarí í bæinn, Norska bakaríið, og þá var okkar bakarí kallað gamla bakaríið,“ segir Árni í samtali við ViðskiptaMoggann.

Sævar Þorvarðarson, sem á Bakarann ásamt eiginkonu sinni Guðríði Ingunni Kristjánsdóttur, segir við ViðskiptaMoggann að ástæða sölunnar sé að þau hjónin vilji breyta til, enda 27 ár langur tími.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í gær. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK