Chrysalix leiðir 760 milljóna kr. fjármögnun DTE

Stofnendur DTE, Sveinn Hinrik Guðmundsson framkvæmdastjóri og Karl Ágúst Matthíasson …
Stofnendur DTE, Sveinn Hinrik Guðmundsson framkvæmdastjóri og Karl Ágúst Matthíasson rekstrarstjóri. Sveinn segir að það sé mikilvægt „fyrir félag eins og okkur að fá inn fjárfestingasjóð með jafn mikla þekkingu á iðnaðinum sem jafnframt leggur áherslu á að vinna náið með þeim fyrirtækjum sem þeir fjárfesta í, auk þess sem þeir geta opnað leiðir til nýrra viðskiptavina á alþjóðlegum málmmarkaði.“ Ljósmynd/Aðsend

Chrysalix fjárfestir í íslenska nýsköpunarfyrirtækinu DTE sem þróað hefur byltingarkennda greiningartækni fyrir málmframleiðslu og málmvinnslu, að því er segir í sameiginlegri tilkynningu.

Þar segir að Chrysalix Venture Capital sé alþjóðlegur fjárfestir með mikla reynslu af fjárfestingum í nýsköpun í auðlindadrifnum iðnaði.

„Chrysalix leiðir 760 milljóna króna fjármögnun nýsköpunarfyrirtækisins DTE (DT Equipment) sem þróar næstu kynslóð greiningarbúnaðar og hugbúnaðarlausna fyrir rauntímaefnagreiningar í málmiðnaði. Brunnur vaxtarsjóður, sem er í eigu lífeyrissjóða og Landsbankans, fjárfesti í félaginu 2016 og tekur nú einnig þátt í fjármögnuninni. Tækni DTE gerir viðskiptavinum kleift að framkvæma nákvæmar efnagreiningar á fljótandi málmi í rauntíma og getur komið í stað núverandi efnagreiningaraðferða sem eru kostnaðarsamar og tímafrekar. Sjálfvirkar efnagreiningar munu leika lykilhlutverk í innleiðingu fjórðu iðnbyltingarinnar í málmiðnaði,“ segir í tilkynningunni.

Alsjálfvirk efnagreining á fljótandi áli sem rennur í steypuskála.
Alsjálfvirk efnagreining á fljótandi áli sem rennur í steypuskála. Ljósmynd/Aðsend

Fram kemur að fyrirtækið DTE hafi verið stofnað árið 2013 með það að markmiði að gjörbreyta umhverfi málmiðnaðar og málmvinnslu með nýjum skynjara- og greiningarlausnum. Stofnendur fyrirtækisins eru Sveinn Hinrik Guðmundsson og Karl Ágúst Matthíasson, en þeir höfðu báðir mikla reynslu úr áliðnaði.

„Fyrirtækið hefur nú kynnt til sögunnar fyrstu alsjálfvirku greiningartækin fyrir fljótandi ál sem tryggja framleiðendum rauntímagögn um gæði framleiðslunnar og styðja við innleiðingu frekari snjalllausna í framleiðslustýringu,“ segir í tilkynningunni. 

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið DTE þróar næstu kynslóð greiningatækni fyrir framleiðslustjórnun í …
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið DTE þróar næstu kynslóð greiningatækni fyrir framleiðslustjórnun í málmiðnaði. Fyrirtækið hefur kynnt nokkrar gerðir greiningatækja fyrir sjálfvirka sýnatöku og efnagreiningu á fljótandi áli, þau fyrstu sinnar tegundar í áliðnaði, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Ljósmynd/Aðsend

Frekari upplýsingar um Chrysalix og DTE má finna á viðkomandi heimasíðum, www.chrysalix.com og www.dtequipment.com.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK