Útibúi lokað vegna kórónuveirusmits

Útibúi Landsbankans í Mjódd hefur verið lokað og allir starfsmenn …
Útibúi Landsbankans í Mjódd hefur verið lokað og allir starfsmenn sendir í sóttkví eftir að einn þeirra greindist með kórónuveiruna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útibúi Landsbankans í Mjódd hefur verið lokað tímabundið vegna sóttkvíar alls starfsfólks útibúsins eftir að einn starfsmaður þess greindist með kórónuveiruna.

Alls nær sóttkvíin til 13 starfsmanna bankans, að því er fram kemur í frétt á vefsíðu bankans.

Samkvæmt upplýsingum frá smitrakningarteymi almannavarna er verið að meta hvort þörf sé á frekari viðbrögðum, s.s. hvort hafa þurfi samband við viðskiptavini sem komu í útibúið sl. mánudag og þriðjudag.

Eftir vinnulok á þriðjudag fékk starfsmaður útibúsins upplýsingar um að ættingi sem hann hafði umgengist um helgina væri kominn í sóttkví vegna Covid-19.

Hann mætti ekki til vinnu í gær, miðvikudag, en fór í sýnatöku og síðdegis var staðfest að hann hafði smitast af Covid-19. Alls nær sóttkvíin til 13 starfsmanna bankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK