Gera ráð fyrir fjölgun starfa

Verslanir vestanhafs hafa verið að opna undanfarnar vikur.
Verslanir vestanhafs hafa verið að opna undanfarnar vikur. AFP

Svo virðist sem löng vegferð bandaríska hagkerfisins í átt að endurreisn hafi tekið skref í rétta átt í ágústmánuði. Margt bendir til þess að atvinnuleysi hafi dregist saman í mánuðinum, en þó umtalsvert minna en í mánuðunum þar á undan. Þetta kemur fram í umfjöllun MarketWatch um málið. 

Spár gera ráð fyrir að 1,2 milljónir starfa hafi bæst við í ágústmánuði. Í júnímánuði bættust við 1,8 milljónir starfa og júlí voru þau alls um 4,8 milljónir. Ekki er ljóst hversu stór hluti umræddra starfa er í einkageiranum. 

Samkvæmt opinberum tölum í Bandaríkjunum er atvinnuleysi þar í landi nú 9,8% og hefur minnkað um 0,4% síðasta mánuðinn. Gera má þó ráð fyrir að raunverulegt atvinnuleysi sé meira sökum þess að talsverður fjöldi einstaklinga hefur ekki verið í atvinnuleit undanfarnar vikur. Er framangreindur hópur ekki talinn atvinnulaus.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK