Samkeppnisstaðan mun skekkjast

Icelandair stefnir á hlutafjárútboð.
Icelandair stefnir á hlutafjárútboð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis telur að þrátt fyrir herta skilmála um veitingu ríkisábyrgðar til Icelandair sé óhjákvæmilegt að stuðningurinn hafi óbein áhrif á samkeppnisstöðu gagnvart aðilum sem ekki stunda millilandaflug. 

Þannig telur meirihluti nefndarinnar að með umræddri ríkisábyrgð sé verið að stuðla að áframhaldandi tilvist dótturfélaga Icelandair Group. Eru félögin í hinum ýmsu geirum, en til þess hefur verið mælst að ríkisábyrgðin verði skilyrt við flugrekstrarhluta samsteypunnar. 

Þrátt fyrir það kemur fram í nefndarálitinu að samkeppnisstaðan skekkist með einhverjum hætti. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa bent á þetta en ómögulegt er talið að koma í veg fyrir öll áhrif af völdum ríkisábyrgðarinnar. Vonir eru þó bundnar við að hægt verði að takmarka þau eins mikið og hægt er. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK