Túnfisksala í Japan hrynur

Frá stærsta túnfiskmarkaði heims. Hann er staðsettur í Tókýó í …
Frá stærsta túnfiskmarkaði heims. Hann er staðsettur í Tókýó í Japan. Reuters

Stærsti túnfiskmarkaður heims, í Tókýó í Japan, hefur orðið fyrir gríðarlegu höggi sökum faraldurs kórónuveiru. Einungis þarf að líta nokkra mánuði aftur í tímann til að sjá markað þar sem viðskipti blómstruðu. Nú er öldin hins vegar önnur. 

Spurn eftir fiskmeti í Japan hefur dregist saman svo um munar og hefur verð á túnfiski lækkað sérlega mikið. Verðið lækkaði um 8,4% í júlímánuði frá sama tíma í fyrra, sem er umtalsvert meira en áður hefur sést. 

Vonir höfðu verið bundnar við að spurn eftir fiski myndi aukast þegar takmörkunum var aflétt í Japan í lok maí, en það hefur ekki raungerst. Má rekja það að mestu til skorts á stórum veislum og öðrum sambærilegum samkomum. Þá eru Japanir enn tregir til að sækja veitingahús sökum hættu á veirusmiti. 

Í umfjöllun Reuters um málið er rætt við veitingahúseiganda í Tókýó, sem jafnframt sérhæfir sig í túnfiskréttum. Segir hann að salan hafi hríðfallið í ár. „Salan hefur dregist saman um 60% í mánuðinum frá ágúst í fyrra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK