Íbúðaverð heldur áfram að hækka

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka.
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka.

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% að meðaltali milli júlí og ágúst. Fjölbýli hækkaði um 0,7% en sérbýli um 0,9%. Árshækkun íbúðaverðs mælist nú 5,2% og síðustu þrjá mánuði hefur íbúðaverðið hækkað að jafnaði um 0,7% milli mánaða. Til samanburðar var sambærileg hækkun á sama tíma í fyrra 0,3%. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Í Hagsjánni er bent á að sumarið hafi verið mun kröftugara í ár en í fyrra og þar hafi vaxalækkanir Seðlabankans og lánveitenda haft veruleg áhrif á eftirspurn eftir húsnæði. Segir að erfitt sé að spá hvernig þróunin verði og haldist það í hendur við þróun efnahagsmála almennt og hvort til frekari vaxtalækkana komi. „Heldur hefur dregið úr þeim líkum ef litið er til þróunar verðbólguhorfa, sem hafa heldur versnað síðustu mánuði vegna veikingar krónunnar,“ segir í Hagsjánni sem endar svo á að benda á að staðan geti þó breyst hratt á þessum tímum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK