Verslunarkeðjur fjölga starfsfólki

Walmart er ein umræddra verslana.
Walmart er ein umræddra verslana. FREDERIC J. BROWN

Tímabundnar ráðningar bandarískra verslunarkeðja eru nú í fullum gangi. Verslunarkeðjan Walmart tilkynnti fyrr í vikunni að hún hygðist bæta við um 20 þúsund starfsmönnum. Þá hefur verslunarrisinn Target greint frá því að fyrirtækið leiti nú að 130 þúsund tímabundnum starfsmönnum. 

Svipaða sögu er að segja af öðrum verslunarkeðjum, en rekja má framangreindar ráðningar til mikilla anna í kringum jólin. Að því er fram hefur komið í spám Deloitte má ráðgera að jólasalan aukist um 1%-1,5% milli ára. 

Þetta kann að hljómar undarlega að verslun aukist þar sem atvinnuleysi vestanhafs hefur sjaldan verið meira. Virðist það þó litlu skipta og gera sérfræðingar ráð fyrir að það muni lítil áhrif hafa á jólaverslun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK