Kostur.is eykur söluna og fer í 500 vörunúmer

Vefverslun Tómasar Sullenberger nýtur vaxandi vinsælda. Vöruúrvalið er að aukast.
Vefverslun Tómasar Sullenberger nýtur vaxandi vinsælda. Vöruúrvalið er að aukast. mbl.is/Arnþór

Vefverslunin Kostur.is, sem fór í loftið í byrjun ársins, verður frá og með næstu viku með 450-500 vörunúmer. Með því hefur framboðið fimmfaldast frá því verslunin tók að taka við pöntunum í janúar.

Tómas Sullenberger, eigandi verslunarinnar, segir eftirspurnina hafa aukist jafnt og þétt. Af þeim sökum séu margar vörur uppseldar.

Meðal nýrra vara hjá Kostur.is eru gosdrykkir frá Lacroix og óáfengur rótarbjór frá IBC.

„Salan hefur verið mjög góð. Það er meira og minna allt búið,“ segir Tómas sem afhendir vörur á staðnum eða sendir með Íslandspósti.

Eigin dreifing til skoðunar

Tómas segir aðspurður að vegna aukins umfangs sé til skoðunar að Kostur.is hefji dreifingu á vörum.

„Það styttist í að ég fari að keyra út vörur sjálfur, að minnsta kosti hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann.

Á næstunni mun verslunin leggja meiri áherslu á matvörur.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK