H&M fækkar verslunum um 250

Hjá H&M trúa menn því að kauphegðun neytenda hafi breyst …
Hjá H&M trúa menn því að kauphegðun neytenda hafi breyst til frambúðar. Aukin áhersla verður lögð á netverslun og hefðbundnum verslunum fækkað. Þó aðeins um 5%. AFP

Sænski fatarisinn Hennes & Mauritz, H&M, hyggst loka 350 verslunum um heim allan næsta árið. Á sama tíma er stefnt á opnun 100 nýrra verslana og mun þeim verslunum keðjunnar því fækka um 250. Alls rekur H&M um 5.500 verslanir á heimsvísu og nemur fækkunin því tæpum 5%.

Þetta kemur fram í ársfjórðunguppgjöri H&M sem kynnt var í morgun, en sænska ríkissjónvarpið greinir frá.

Í uppgjörinu kemur fram að keðjan hagnaðist um 2,4 milljarða sænskra króna (37 ma. ISK) á síðasta ársfjórðungi eða um helmingi minna en sama ársfjórðung árið áður. Hagnaðurinn jókst þó frá fyrsta ársfjórðungi þegar hann nam um 2 milljörðum sænskra króna (31 ma. ISK).

Kórónuveirufaraldurinn hefur tekið sinn toll þar sem annars staðar og er hann talinn skýra samdráttinn frá fyrra ári. Enn eru 166 verslanir fyrirtækisins lokaðar vegna veirunnar eða um 3% allra verslana þess.

Í uppgjörinu segir að verslun hafi þó tekið hratt við sér frá því er samkomutakmarkanir voru sem harðastar. Viðbúið sé þó að kauphegðan neytenda hafi breyst til frambúðar.

„Faraldurinn hefur flýtt fyrir breytingum í kauphegðan. Við höldum ekki að neytendur muni snúa aftur í sömu hegðun og áður. Við verðum að auka þjónustu við þá sem vilja kaupa á netinu en sækja vörur í verslun eða skanna vörur í búðinni en kaupa þær síðan heima. Það þarf að einfalda ferlið,“ segir Helena Helmersson forstjóri H&M við sænska viðskiptablaðið Dagens Industri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK