Óvissan er verst fyrir stofurnar

Guðmundur Hrafn segir að þeir sem haldi áfram að markaðssetja …
Guðmundur Hrafn segir að þeir sem haldi áfram að markaðssetja sig í kreppu, komi sterkari út úr henni.

Gjarnan er sagt um auglýsingastofur að þær séu eins og kanarífuglinn í kolanámunni, að þegar kreppir að í samfélaginu séu þær fyrstar til að finna fyrir samdrættinum. Fyrr í vikunni óskaði hin gamalgróna auglýsingastofa Íslenska auglýsingastofan eftir gjaldþrotaskiptum, en stofan missti sinn stærsta viðskiptavin, Icelandair, til Hvíta hússins í byrjun ársins. Einnig spiluðu inn í áhrif kórónuveirufaraldursins.

Guðmundur Hrafn Pálsson, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, SÍA, segir í samtali við Morgunblaðið að auglýsingastofur innan SÍA hafi allar fundið fyrir samdrætti, og flestar hafi þurft að fækka fólki, enda sé launakostnaður stærsti kostnaðarliður í rekstri stofanna. Hann segir að það sem sé erfiðast núna sé óvissan framundan. „Það hafa ýmsir geirar farið illa út úr veirufaraldrinum, eins og ferðabransinn. Verkefni tengd honum voru töluverð inni á stofunum.“

Guðmundur segir að það sé leiðinlegt að horfa á eftir Íslensku auglýsingastofunni. Þar hafi starfað fólk með mikla reynslu og þekkingu.

Aðspurður telur Guðmundur að starfsfólk Íslensku auglýsingastofunnar ætti að geta komist í vinnu annars staðar, enda muni viðskiptavinir stofunnar einnig flytjast annað. Þeir þurfi þjónustu áfram.

Lestu meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK