Viðburðafyrirtæki taka höndum saman

Frá vinstri: Pétur Óli Gíslason, Dagmar Haraldsdóttir og Jón Þórðarson.
Frá vinstri: Pétur Óli Gíslason, Dagmar Haraldsdóttir og Jón Þórðarson. Ljósmynd/Aðsend

Samtök viðburðafyrirtækja, sem stofnuð voru þann 22. september sl., hyggjast sameina krafta fyrirtækja í viðburðageiranum gegn víðtækum áhrifum kórónuveirunnar. Dagmar Haraldsdóttir, formaður stjórnar hinna nýstofnuðu samtaka, segir „mikilvægt fyrir greinina, nú sem aldrei fyrr, að standa saman og sjá til þess að starfsemin haldi velli“.

Í fréttatilkynningu sem samtökin sendu frá sér í dag segir að tilgangur þeirra er „að stuðla að fagmennsku í viðburðageiranum, standa vörð um réttindi og hagsmuni greinarinnar og vera sameiginlegur málsvari gagnvart stjórnvöldum og almenningi“.

Samtökin segja mikinn uppgang hafa verið á viðburðahaldi á Íslandi undanfarin ár en að viðburðafyrirtækin hafi hins vegar átt verulega undir högg að sækja síðastliðna mánuði. Því séu samtökin mikilvægur þáttur í því að samræma fagleg vinnubrögð, tryggja sýnileika á fyrirtækjamarkaði og stuðla að fræðslu innan greinarinnar hérlendis.

Í nýkjörinni stjórn samtakanna sitja Dagmar Haraldsdóttir formaður, Pétur Óli Gíslason og Jón S. Þórðarson meðstjórnendur og Lárus Halldórsson varamaður.

Stofnaðilar samtakanna eru Bleika Ísland, Concept Events, Discover Truenorth, G-events, Kompaní events, PRO events, Sagaevents og Sena.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK