Farþegafjöldinn aðeins 3% miðað við í fyrra

Farþegar í september voru aðeins 3% af þeim fjölda sem …
Farþegar í september voru aðeins 3% af þeim fjölda sem félagið flutti í fyrra í sama mánuði. mbl.is/Árni Sæberg

Farþegafjöldi Icelandair í september var aðeins 3% af því sem hann var í sama mánuði í fyrra, eða tæplega 12 þúsund. Skipting farþega til Íslands og frá var nokkuð jöfn en tengiflug milli Evrópu og Norður-Ameríku var í algjöru lágmarki vegna ferðatakmarkana í Norður-Ameríku og á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Fraktflutningar félagsins hafa þó dregist mun minna saman.

Í mánaðarlegum flutningatölum sem félagið birtir fyrir september kemur fram að farþegar hafi verið 11.869 í mánuðinum og sætanýting aðeins 45,5%. Það sem af er þessu ári hefur flugfélagið flutt 733.986 farþega. Er það fækkun um 79% frá sama tímabili í fyrra.

„Farþegafjöldi Icelandair í septembermánuði endurspeglar þær takmarkanir sem í gildi eru á landamærum hér á landi og áhrif þeirra á eftirspurn. Við höfum undirbúið félagið undir slíkar aðstæður og unnið markvisst að því á liðnum mánuðum að viðhalda þeim sveigjanleika sem til þarf til að bregðast hratt við breytingum á okkar mörkuðum á hverjum tíma,“ er haft eftir Boga Níls Bogasyni, forstjóra félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK