Tekist á um ríkisstuðning Norwegian

Stjórnendur Norwegian telja að félagið muni leggja upp laupana án …
Stjórnendur Norwegian telja að félagið muni leggja upp laupana án ríkisaðstoðar í vetur. AFP

Prófessor við Norges Handelshøyskole og flugsérfræðingur, Frode Steen, varar stjórnmálamenn við því að láta breytt landslag í innanlandsflugi í Noregi hafa þau áhrif að telja að flugfélagið Norwegian geti spjarað sig sjálft. 

Norski fjárfestirinn Erik G. Braathens hefur greint frá því að hann stefni að stofnun nýs flugfélags og ungverska flugfélagið Wizz Air ætlar að fljúga innanlands í Noregi. Wizz Air flýgur nú þegar til og frá Noregi til nokkurra ríkja Evrópu. 

Frétt E24

Stjórnendur Norwegian hafa í haust bent á að félagið muni ekki komast í gegnum veturinn án frekari stuðnings frá ríkinu. Á sama tíma ætlar Wizz Air að hefja flug á milli vinsælla áfangastaða innanlands. 

„Stjórnvöld geta því ekki beðið til vors,“ segir Steen. Ekki sé hægt að láta stöðu Norwegian liggja á milli hluta. 

Aftur á móti telur Espen Henriksen, fjármálasérfræðingur við Institutt for finans på Handelshøyskolen BI, rétt að kanna hvort flugfélagið geti spjarað sig án aðstoðar stjórnvalda.

Helsta ástæðan fyrir því að ríkisaðstoð Norwegian hafi verið talin nauðsynleg sé sú að tryggja innanlandsflug í Noregi. Nýtt flugfélag Braathens og ákvörðun Wizz Air draga mjög úr þeim rökum, segir hann í viðtali við Aftenposten / E24.

Wizz Air ætlar að vera með tvær flugvélar í innanlandsfluginu í Noregi og flogið verður á þrjá staði. Braathens vonast til þess að félaginu takist að fara í loftið á næsta ári og að fimm vélar verði í rekstri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK