Stefnan gerir þátttöku í verðstríði mögulega

Hjólreiðamaður pumpar í dekk á bensínstöð Orkunnar.
Hjólreiðamaður pumpar í dekk á bensínstöð Orkunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Stærsta breytingin sem er framundan á eldsneytismarkaðnum tengist orkugjöfunum sjálfum þar sem eftirspurn er að aukast smám saman eftir umhverfisvænum orkugjöfum,“ segir Karen Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Skeljungs, um stöðuna á bensínmarkaði. Skeljungur rekur einnig bensínstöðvar Orkunnar. 

Tilefni samtals blaðamanns og Karenar er verðstríð á bensínmarkaði á Akureyri sem hófst fyrir um tveimur vikum síðan þegar þrjár bensínstöðvar lækkuðu verð sitt umtalsvert. Spurð hvernig bensínstöðvar hafa tök á að lækka verð sitt umtalsvert segir Karen:

„Sjálfsafgreiðslustöðvar gera okkur kleift að lækka rekstrarkostnaðinn okkar og það er stefna okkar að skila þeirri hagræðingu til viðskiptavina okkar.  Frá því að við fórum af stað með Orkuna þá höfum við sagt að við ætlum að bjóða lægsta verðið, við það höfum við staðið. Þetta er því beinlínis okkar stefna sem skilar því að við getum tekið þátt í þessu verðstríði. Við breyttum öllum Skeljungsstöðvunum í Orkustöðvar og 63 af 65 stöðvum  í sjálfsafgreiðslustöðvar og spöruðum þannig kostnað. Neytendur hafa vanist þessari nálgun og það auðveldar okkur að lækka verðið að hafa bara eina stefnu, sem er að vera alls staðar lægst.“

Eru einfaldar sjálfsafgreiðslustöðvar framtíðin eða fremur þjónustustöðvar? 

„Staðsetning stöðva skiptir fólk máli þegar kemur að eldsneytiskaupum en einnig lágt verð og það eru fleiri aðilar á markaðnum byrjaðir að átta sig á þessu vali neytenda,“ segir Karen.

Hún segir að sú breyting að fólk vilji lágt verð í skiptum fyrir dæla sjálft og ganga sjálft frá greiðslu sé þegar orðin  en nú birtist hún sterkar en áður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK