Euronext stöðvar viðskipti á fjórum mörkuðum

Fyrirtækið sem meðal ananrs rekur CAC hlutabréfamarkaðinn í París hefur …
Fyrirtækið sem meðal ananrs rekur CAC hlutabréfamarkaðinn í París hefur stöðvað öll viðskipti í fjórum kauphöllum. AFP

Euronext, alþjóðlegur rekstraraðili hlutabréfamarkaða, hefur í dag stöðvað öll viðkipti í Amsterdam, París, Lissabon og Brussel vegna tæknilegra erfiðleika sem virðast hafa áhrif á framkvæmd hluta þeirra viðskipta sem hafa átt sér stað við opnun markaða.

„Við erum að vinna að því að leysa þetta mál og við munum veita frekari upplýsingar eins fljótt og auðið er,“ hefur Reuters eftir fulltrúa Euronext. Talsmaður fyrirtækisins vildi ekki veita frekari skýringar á því hvað varð til þess að mörkuðum var lokað eða hversu lengi lokunin mun vara.

Fyrr í þessum mánuði kom upp umfangsmeiri atvik í kauphöllinni í Tókýó sem leiddi til þess að hlutabréfamarkaðir í Japan stöðvuðust að fullu og var það mesta viðskiptatruflun sem hefur átt sér stað á þriðja stærsta hlutabréfamarkaði í heimi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK