100 nýir í faraldrinum

Steinar Atli Skarphéðinsson, verkefnastjóri Booking Factory.
Steinar Atli Skarphéðinsson, verkefnastjóri Booking Factory. Ljósmynd/Origo

Booking Factory, breskt bókunarfyrirtæki fyrir gististaði sem Origo festi kaup á í fyrra, hefur bætt við sig 100 nýjum viðskiptavinum það sem af er þessu ári, þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé að stórum hluta í lamasessi, bæði hér á landi og erlendis. Samtals er fyrirtækið nú með eitt þúsund viðskiptavini í 33 löndum, þar á meðal hér á Íslandi.

Retreat-hótel Bláa lónsins er með kerfi Booking Factory.
Retreat-hótel Bláa lónsins er með kerfi Booking Factory.

Steinar Atli Skarphéðinsson, verkefnastjóri Booking Factory hjá Origo, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að vöxturinn á þessu ári hafi komið ánægjulega á óvart, en hann sé afrakstur vinnu síðustu tveggja ára. „Ég er búinn að halda fyrirlestra í tvö ár um að hótel og gististaðir ættu að gefa sér tíma til að uppfæra tæknimálin með sjálfvirkni að leiðarljósi, og bæta verkferla, tekjustýringu o.fl.,“ segir Steinar. Hann segir að margir hafi verið til í að spjalla, en fáir gefið sér tíma til að skipta um bókunarkerfi, sem þó sé að sögn Steinars einfalt og fljótgert.

Þegar faraldurinn hófst vissi Steinar ekki hvort hótelin myndu svara í símann, en svo kom í ljós að fræin sem sáð hafði verið höfðu áhrif og Booking Factory fór að fá símtöl og tölvupósta. „Geirinn var greinilega farinn að horfa inn á við og skoða hvernig hægt væri að gera hlutina betur og ná fram hagræði.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK