Verðbólgan ekki meiri í 17 mánuði

Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili er nú 3,6% og hefur ekki verið verið jafn mik­il síðan í maí 2019 en þá var hún einnig 3,6%. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 4,1% undanfarna 12 mánuði.Verð á mat- og drykkjarvöru er helsta skýring hækkunar vísitölu neysluverðs nú. 

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í október 2020, hækkar um 0,43% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,43% frá september 2020.

Verð á mat og drykkjavörum hækkaði um 1,0% (áhrif á vísitöluna 0,15%) og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,6% (0,09%).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK