Bensínstöð orðin hjólreiðaverslun

Jón Óli Ólafsson, eigandi reiðhjólaverslunarinnar Berlinar.
Jón Óli Ólafsson, eigandi reiðhjólaverslunarinnar Berlinar. Ljósmynd/Aðsend

Reiðhjólaverslunin Berlin flutti í dag að Háaleitisbraut 12 þar sem Atlantsolía er með þjónustustöð og Olís var áður til húsa. Þar er starfrækt bæði reiðhjólaverslun og verkstæði þar sem m.a. eru gerð upp eldri hjól.

„Við fluttum stutta leið úr Ármúlanum yfir á Háaleitisbrautina og erum hæstánægð með nýju staðsetninguna,“ er haft eftir Jóni Óla Ólafssyni, eiganda verslunarinnar, í tilkynningu.

Árið 2012 seldi Jón Óli bílinn sinn og byrjaði að nota hjól sem sinn ferðamáta allt árið um kring. „Í dag er hjólið mitt orðið að mínum lífsstíl og ég fer um allt á hjólinu.“

Jón Óli hefur síðan þá tekið þátt í ýmsum hjólaviðburðum eins og WOW cyclothon, Bláa lónsþrautinni, Tour of Reykjavik og fjögurra ganga mótinu fyrir norðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK