Véltindar taka við Iveco-atvinnubílum

Kraftvélar.
Kraftvélar.

Samningur hefur verið undirritaður á milli Kraftvéla og Véltinda um að Véltindar taki við umboði fyrir Iveco-atvinnubíla og sjái um sölu og þjónustu á þeim frá og með 4. janúar á þessu ári.

Kraftvélar hafa selt Iveco-atvinnubíla frá 2012 og hafa þeir notið sívaxandi vinsælda á undanförnum árum, að því er segir í tilkynningu.

Þjónusta og sala Iveco flyst til Véltinda við Klettagarða 12 þar sem Véltindar reka söluskrifstofu og varahlutaverslun, auk þess sem þjónustuverkstæði fyrir Iveco er rekið í sama húsnæði á vegum

Véltindar munu taka yfir ábyrgðarskuldbindingu þeirra Iveco-bíla sem eru í verksmiðjuábyrgð ásamt því að taka við öllum þjónustusamningum vegna Iveco-bíla sem nú eru í gildi við Kraftvélar auk þess að flytja inn og afhenda þá bíla sem nú þegar eru í pöntun frá verksmiðjum Iveco. Að auki munu Véltindar yfirtaka allt frá Kraftvélum sem tilheyrir Iveco atvinnubifreiðum.

Ívar Þór Sigþórsson, sölustjóri Iveco hjá Kraftvélum, mun færa starfskrafta sína yfir til Véltinda samhliða þessum breytingum.

„Kraftvélar munu einbeita sér að vaxandi umsvifum í sölu á Komatsu vinnuvélum, Sandvik námutækjum og Toyota lyfturum ásamt landbúnaðartækjum frá New Holland, Case IH, Pöttinger, Weidemann og fleiri framleiðendum“ segir Viktor Karl Ævarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Kraftvéla, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK