Carl Icahn selur í Herbalife

Carl Icahn fjárfestir.
Carl Icahn fjárfestir.

Ofurfjárfestirinn og milljarðamæringurinn Carl Icahn hefur selt fyrir ríflega 600 milljónir dala í Herbalife. Það er ríflega helmingur eignarhlutar hans í fyrirtækinu, en samtals á fjárfestirinn nú 400 milljónir dala í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herbalife. 

Auk sölu á eignarhlut sínum hefur Icahn gefið eftir fimm stjórnarsæti. Hann hafði áður átt 15,5% hlut en verður að viðskiptunum loknum með eignarhlut upp á um 6%. Það eru alls um átta milljónir hluta. 

Fór gegn öðrum fjárfesti

Icahn var lengi stærsti hluthafi Herbalife en hann hóf að kaupa upp í hluti í félaginu árið 2013. Fór hann á þeim tíma gegn milljarðamæringnum Bill Ackman sem hélt á stórri skortstöðu í félaginu. Sá síðarnefndi hafði lengi haldið því fram að Herbalife væri svikamylla og bjó m.a. til mynd um það, Betting on Zero, sem finna má á Netflix. Að lokum fór það svo að sjóður Ackmans varð gjaldþrota. 

Að sögn Icahns var tími til kominn fyrir hann að selja hlut sinn í Herbalife. Honum hafi jafnframt tekist ætlunarverk sitt. „Þegar ég kom inn þurfti félagið á aðila að halda sem vildi hrista upp í hlutunum. Tími breytinga er nú liðinn þar sem fyrirtækið hefur vaxið mikið,“ var haft eftir fjárfestinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK