45 fyrirtæki í þrot í nóvember

Af þeim 45 fyrirtækjum í fyrirtækjaskrá Skattsins, sem tekin voru til gjaldþrotaskipta í nóvember síðastliðnum, voru 32 með virkni á fyrra ári sem er 18% fækkun frá nóvember 2019.

Fjöldi launafólks í fyrirtækjum sem urðu gjaldþrota síðustu þrjá mánuði jókst um 23% í einkennandi greinum ferðaþjónustu miðað við fyrra ár en dróst saman um 23% í öðrum greinum. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Í október var 41 fyrirtæki tekið til gjaldþrotaskipta. Af þeim var 31 með virkni árið 2019, það er annaðhvort með launþega samkvæmt staðgreiðsluskrá eða veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum, sem er 40% fækkun frá október 2019. Þar af voru 8 í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, þrjú í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum, 12 í einkennandi greinum ferðaþjónustu og átta í öðrum atvinnugreinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK