Airbus stærst annað árið í röð

Airbus.
Airbus. AFP

Flugvélaframleiðandinn Airbus seldi ríflega 560 flugvélar á nýliðnu ári. Þetta herma heimilidir innan úr fluggeiranum en greint er frá málinu á vef Reuters. Með þessu stefnir allt í að Airbus verði stærsti flugvélaframleiðandi heims annað árið í röð.

Næst á eftir Airbus kemur Boeing, sem hefur átt í talsverðum vandræðum allt frá því í mars á síðasta ári þegar tvær 737 MAX-vélar hröpuðu til jarðar. Vélarnar fengu nýlega flugleyfi á ný en þær höfðu verið kyrrsettar í um 20 mánuði. 

Airbus vinnur nú að því að taka saman sölutölur fyrir árið, en samkvæmt upplýsingum innan úr fyrirtækinu náði það markmiði sínu um sölu 560 véla. Verið er að yfirfara tölurnar og verða niðurstöður þess efnis kynntar á næstu dögum. Talsmenn Airbus hafa ekki viljað tjá sig um málið. 

Ljóst er að faraldurinn hefur haft mikil áhrif á rekstur Airbus sökum þess að flugumferð hefur dregist saman svo um munar. Það er þó ekkert í líkingu við Boeing sem einungis hafði selt 118 vélar þegar nóvember síðasta árs gekk í garð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK